Rakel Baldursdóttir
Certified ACC Coach - Climate Change Coach - NBI Practitioner, Whole Brain Coach.

Rakel Baldursdóttir

Ég er vottaður ACC markþjálfi frá International Coaching Federation (ICF), ásamt því að vera Climate Change Coach, vottaður NBI sérfræðingur og Whole Brain Coach. Ég er meðlimur í ICF og ICF Iceland og  sat í stjórn hjá ICF Iceland Charter Chapter 2022-2024 og í siðanefnd ICF Iceland 2020-2022, Ég er stofnandi Markþjálfarjarðar (Coaching Inspired by Earth) á Íslandi og Eigandi Abzurd ehf.

Mín markþjálfun byggist á grunnatriðum markþjálfunarhæfni út frá fyrst og fremst grunnhæfnisþættum og siðareglum ICF, International Coaching Federation. Science of well-being, Neuroscience, Art Theraputic Life Coaching, og Climate Change Coaching. Með þessum nálgunum aðstoða ég viðskiptavini við að kanna hugarfar sitt, skilja hvernig hugurinn virkar og greina styrkleika sína og hæfileika. Ég hjálpa þeim að finna bestu leiðina til að ná markmiðum sínum og vaxa persónulega.

Fagmennska – Heiðarleiki – Virði

Ég hef markþjálfað stjórnendur sem vilja auka vellíðan starfsmanna sinna, fara yfir í meiri sjálfbærni eða takast á við breytingar sem framundan eru. Ég markþjálfa einstaklinga og starfsmenn sem vilja bæta líðan sína í starfi og lífi. Þá sem vilja skoða hugarfar sitt gagnvart loftslagsbreytingum og/eða innleiða frekari aðgerðir. Viðskiptavinir mínir eru þeir sem leita eftir meiri skýrleika, einbeitingu og innihaldsríkara lífi þar sem þeir hafa stjórnina. Ég brenn fyrir að starfa sem Climate Change Coach og er sannfærð um að þessi stærsta áskorun mannkyns þurfi á markþjálfun að halda til að ná árangri.

 

Markþjálfun er mín ástríða, og það gleður mig að fylgja viðskiptavinum mínum í átt að markmiðum sínum og sjá þá nýta hæfileika sína til fulls. Það gerir mig svo óendanlega þakkláta að sjá fólk vaxa og dafna.

 

Ég er gift Jóa mínum og saman eigum við tvo syni og hundinn Pardus. Við búum í Mosfellsdal sem er lítð og fallegt samfélag þar sem náttúran umlykur okkur. Við elskum að ferðast og skapa saman gæðasamverustundir ásamt vinum og stórfjölskyldu. Ég hef gaman af dansi, tónleikum og leikhúsferðum og sköpunarkrafturinn rennur vel í æðum mínum .

Sköpunarkraftur – Jákvæðni – Fjölskylda – Hamingja

 

Ég hef gengið í gegnum margar áskoranir og gert tonn af mistökum en hef lært að líta á mistök sem dýrmætan lærdóm. Ég elska að læra — bæði um mig sjálfa og umhverfið í kringum mig. Ég hef ánægju af því að stíga út fyrir þægindarammann og kanna nýjar víddir til að halda áfram að vaxa. Dásamlegt þykir mér aðvera úti í náttúrunni,  sækja mér orku og hlaða batteríin í núvitund og í krafti móður jarðar.

Markþjálfun er mín ástríða og þar sameina ég alla mína krafta.

 

 

“Rakel has been recognized as one of the Top  Communication Skills Coaches by Coach Foundation.”