Af hverju Climate Change Coaching?

 

Loftslagsbreytingar eru efst í huga margra og ekki að ástæðulausu, enda stærsta áskorun sem mannkynið hefur nokkurn tíma staðið frammi fyrir. Margir vilja leggja sitt af mörkum til að bregðast við loftslagsbreytingum, en oft finnst fólki það vera áhrifalaust og vanmáttugt. Þrátt fyrir að vilja breyta einhverju þá finnst okkur oft eins og við höfum ekkert til málanna að leggja, sem veldur því að við gerum lítið eða jafnvel ekkert. Í stað þess að takast á við áskorunina, sættum við okkur oft við það sem er þægilegt og höldum í gamlar venjur.

 

Í aðgerðum tengdum loftslagsbreytingum getur markþjálfun verið afar gagnleg, þar sem mikla hugarfarsbreytingu þarf til ef okkur á að takast að varðveita þessa einu lífvænlegu plánetu sólkerfisins fyrir komandi kynslóðir.

 

Loftslagsaðgerðir þurfa markþjálfun til að ná árangri.

 

Með hjálp markþjálfunar lærum við betur að aðlagast breytingum og eflum innri hvata til að leita nýrra lausna. Í markþjálfun fá margir skýrari sýn og byrja að hrinda hugmyndum sínum í framkvæmd. Markþjálfun getur opnað okkur ný tækifæri og sýnileika á hluti sem við höfðum ekki áður séð. Þó við þurfum að breyta neyslumynstri okkar, þýðir það ekki að við þurfum að skerða lífsgæði okkar. Þvert á móti. Markþjálfun er lykill að árangri og aðferðir hennar geta verið ómetanlegar í samhengi við loftslagsaðgerðir.


Er Climate Change Coaching fyrir þig?

 

Hefur þú þegar orðið fyrir áhrifum af loftslagsbreytingum eða öðrum náttúruhamförum og þarft að gera breytingar á lífi þínu?

Ertu einn af þeim sem vilja gera meira, sjá nýjar lausnir, eða einfaldlega kanna hugarfar sitt gagnvart loftslagsbreytingum? Ef þú vilt byggja upp seiglu, fyrirbyggja kulnun eða valdefla sjálfan þig eða aðra til aðgerða, eða jafnvel breyta neysluhegðun, þá ertu á réttum stað.

 

Ertu að leita að: Lausnum – Hugarfarsbreytingum – Valdeflingu til aðgerða – Skilvirkari og hraðari aðgerðum?

 

Loftslagsmarkþjálfun er fyrir alla sem láta sig jörðina og framtíð mannkyns varða. Hvort sem um er að ræða einstaklinga, hópa, stofnanir eða stjórnvöld, og þá sem starfa við umhverfismál.

 

Til þess að skoða betur hvernig markþjálfun gagnast loftslagsmálum skulum við líta á aðferðafræði markþjálfunar:

 

Markþjálfun er ferli sem nýtir gagnreyndar aðferðir til persónulegs þroska. Hún byggir á sálfræði, stjórnunarfræðum, kennslu og uppeldisfræðum. Þetta er aðferðarfræði til að draga fram bestu eiginleika fólks. Hún er byggð á stuðningi, gagnkvæmu trausti og faglegri nálgun.

Í stuttu máli snýst markþjálfun um að uppgötva og virkja það sem býr innra með þér. Það er samstarf þar sem farið er í skapandi og krefjandi ferli hugmynda sem hvetja fólk til að hámarka persónulega og faglega möguleika sína.

Markþjálfun er markmiðadrifið og lausnamiðað ferli þar sem markþjálfi aðstoðar einstakling við að greina mögulegar lausnir með því að varpa fram spurningum og opna á nýjar leiðir. Það hjálpar til við að bæta frammistöðu og ná árangri, taka meðvitaðri ákvarðanir og nýta styrkleika sína betur. Rannsóknir hafa sýnt að markþjálfun styttir leiðina að tilteknu markmiði, hjálpar þér að setja skýrari markmið og finna út hvert þú vilt stefna. Hún getur einnig hjálpað þér að sjá hindranirnar sem koma í veg fyrir að þú náir markmiðum þínum. Áherslan er á að vinna frá nútíð til framtíðar og styðja þig við að takast á við áskoranir og ná árangri.

Að ná markmiðum hraðar og auðveldar – hver vill ekki það?

Margir vilja sjá breytingar og hafa áhrif en upplifa oft að þeirra eigin áhrif séu óveruleg í stóra samhenginu, sérstaklega þegar kemur að loftslagsmálum, og gera því ekkert. Þar getur markþjálfun hjálpað fólki að fara frá aðgerðaleysi yfir í virkni.

Við vitum að það þarf breytingu á hugarfari til að ná árangri í loftslagsmálum. Markþjálfun fær oft fólk til að sjá nýjar lausnir og jafnvel finna upp á nýjum hugmyndum, sem getur leitt til frábærs ferlis, þar sem lausnir eru einmitt það sem þarf að auka til að stemma stigu við loftslagsbreytingum. Ertu ekki sammála?

Við viljum líka að þetta ferli sé skemmtilegt og auki gleði og hamingju, en það getur líka komið í veg fyrir hina svokölluðu „loftslagskvíða.“ Rannsóknir á markþjálfun, m.a. hjá kennurum, sýna að hún getur haft fyrirbyggjandi áhrif gegn kulnun og kvíða. Einstaklingur sem nýtur markþjálfunar tekst oft mun betur á við nýjar aðstæður.

Einstaklingar, fyrirtæki, stofnanir og ekki síst stjórnvöld þurfa að grípa til aðgerða, sem krefst breytinga á hugarfari og aukinnar vitundar.

Við getum öll gert betur, og með markþjálfun verður það ferli skemmtilegra, áhrifaríkara og öflugra.


Ávinningur markþjálfunar getur verið:

Að uppgötva og virkja það sem býr innra með þér.

Bætt frammistaða

Ná árangri

Fyrirbyggja kulnun og kvíða

Meðvitaðar ákvarðanir

Aukin gleði og hamingja

Betri nýting styrkleika þinna

Skýrari markmið

Nýjar lausnir og jafnvel uppgötvun nýrra hugmynda

Styttri leið að ákveðnu markmiði

Að ná markmiðum hraðar og auðveldar

Skref frá aðgerðaleysi til virkni

Að fara frá aðgerðaleysi til virkni

Hugarfarsbreyting

Auðveldara með að takast á við nýjar aðstæður

Front Cover

 

Climate change is not just an environmental problem, it’s a human one. Yet as humans, we are not changing fast enough for ourselves and our planet. Our sense of powerlessness and the belief that our actions won’t make a difference is holding us back from taking action and working on the psychological dimension of change could make the difference to moving us forward.

In this transformative book, climate change coaching trailblazers Charly Cox and Sarah Flynn explain why changing for our climate is so hard and why coaching offers a key to affecting behaviour. With practical, easy-to-grasp skills that shift mindsets and motivate action they show how to build connection using a coaching approach, to overcome resis

tance and empower people to embrace change.

Authors: Charly Cox & Sarah Flynn.